Ísan-kennarar á Bessastöðum

Í gær, á degi íslenskar tungu var hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Efnt var til móttöku fyrir fulltrúa Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál og afhenti forseti Þorbjörgu Halldórsdóttur, formanni Ísbrúar, þakkarskjal. Við í FÁ eigum tvo fulltrúa í þeim hópi en það eru þær Sigrún Eiríksdóttir (þriðja frá hægri) og Sigrún Gunnarsdóttir (lengst til hægri).