Íþróttavika og skautaferð

Það var mikið um að vera í FÁ í liðinni viku þegar haldin var íþrótta- og forvarnarvika samhliða Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport). Boðið var upp á frábæra og fjölbreytta dagskrá eins og instagram leik, hoppukastala, boðið var upp á ávexti, bekkpressukeppni, treyjudagur ofl. Bryndís Lóa skólasálfræðingur var með áhugaverðan fyrirlestur fyrir alla nýnema og aðra áhugasama um áföll og mýtur. Hápunktur vikunnar að vanda var skautaferðin í Skautahöllina í Laugardalnum. Þar skemmtu um 200 nemendur sér á skautum, alltaf jafn gaman.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.