Jafnréttisdagar í FÁ

Í þessari viku fara fram Jafnréttisdagar í FÁ í þeim tilgangi að fræða og efla umræðu um jafnréttismál innan skólans og í samfélaginu. Í tilefni þeirra fara fram tvennar pallborðsumræður á sal skólans.

Á miðvikudaginn 16.mars kl. 19.00 verða pallborðsumræður í hátíðarsal skólans og er umræðuefnið kynferðisofbeldi, nauðgunarmenning og hvernig er að vera aðstandandi.

Þátttakendur verða:

-Edda Falak

-Kolbrún Birna

-Þorsteinn V

Á fimmtudaginn 17.mars kl. 19.00 verða pallborðsumræður í hátíðarsal skólans og er umræðuefnið hinseginleiki og fordómar.

Þátttakendur verða:

-Sigur Huldar Geirs

-Jafet Sigurfinnsson

-Sigtýr Ægir

Þessar pallborðsumræður verða opnar fyrir alla framhaldsskólanema !