- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Ágætu nemendur og forráðamenn.
Nú er stutt eftir af þessar skrýtnu og löngu önn og jólin nálgast. Ég heyri frá kennurum mínum að þeir eru alla jafna nokkuð ánægðir með árangur nemenda sinna, en óneitanlega hefur önnin reynst mörgum erfið. En nú er aðeins ein vika eftir og nauðsynlegt að gera eins vel og hægt er í þeirri viku.
Ég vona síðan innilega að komandi vorönn verði með eðlilegustum hætti og lífsglaðir, skemmtilegir og árangursdrifnir nemendur fylli hér stofur og ganga skólans. Þannig á skóli að sjálfsögðu að vera.
Nú er í gangi kennslukönnun á INNU sem ég hvet ykkur nemendur eindregið til að svara. Það er mikilvægt fyrir skólann að fá skoðanir nemenda á því sem spurt er um í könnuninni.
Starfsfólk skólans ákvað að skella í eina jólakveðju til ykkar allra. Vonandi hafið þið eins gaman af kveðjunni og starfsmennirnir höfðu gaman af gerð jólakveðjunnar. Jólapepp FÁ!
Kveðja,
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ