Katrín Edda sigraði tónlistar- og söngkeppni FÁ

Á fimmtudaginn síðasta, 29. febrúar fór tónlistar- og söngkeppni FÁ fram á Árdegi skólans. Hin frábæra Eva Ruza var kynnir í keppninni og tók eitt lag. Sex flott atriði tóku þátt og það má sanni segja að það sé mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki í skólanum okkar. Í fimm atriðum af sex sungu og spiluðu undir nemendur úr tónlistaráfanga skólans. Öll atriðin voru frábær en úrslitin urðu þau að Sigrún Ásta lenti í þriðja sæti með lagið Before he cheats með Carrie Underwood.

Rafael Róbert var í öðru sæti með lagið Nutshell með Alice in Chains.

Í fyrsta sæti varð svo hún Katrín Edda með lagið Penthos sem er frumsamið lag. Katrín Edda mun því taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram 6. apríl á Selfossi.

Hjartanlega til hamingju Katrín Edda.