Kosningafundur nr. 1

Í dag var fyrri kosningafundur með fulltrúum flokkanna. Hingað mættu fulltrúar frá  Alþýðufylkingunni, Bjartri framtíð, Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Salurinn var þéttsetinn áhugasömum nemendum sem spurðu fulltrúana út í stefnumál framboðanna og var fundurinn hinn ágætasti, var málefnalegur og þátttakendur kurteisir. Á morgun mæta fulltrúar Framsóknar, Vinstri-grænna, Pírata, Flokks fólksins og Þjóðfylkingarinnar. Sjá nokkrar myndir á Facebook.