- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin í 6. sinn um helgina. Að venju var skipulagning hátíðarinnar í höndum nemenda FÁ en þau Ragnheiður Sól, Matthildur Louise, Matthías, Krummi, Darri, Gísli Snær, Guðmundur Eyjólfur og Kristófer Máni, sem og kvikmyndakennarinn þeirra Þór Elís, eiga sannarlega hrós skilið fyrir glæsilega hátíð!
Metfjöldi stuttmynda barst keppninni í ár - alls frá nemendum sex framhaldsskóla - og að sama skapi var hátíðin afar vel sótt gestum. Leikstjórarnir Gaukur Úlfarsson og Ísold Uggadóttir, og leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir skipuðu dómnefndina og fóru úrslit svo:
Gleðipakkinn var valin besta stuttmyndin en að henni standa Tækniskólanemendurnir Gabríel Elí Jóhannsson og Einar Karl Pétursson. Gleðipakkinn hlaut einnig önnur af tveimur áhorfendaverðlaunum helgarinnar. Best tæknilega útfærða myndin þótti Ferðalok eftir Óðin Jökul Björnsson, nemanda Menntaskólans við Hamrahlíð. Samnemandi hans, Oddur Sigþór Hilmarsson, hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna í myndinni Mansöngur. Loks voru svokölluð “Hildar verðlaun” veitt í fyrsta skipti fyrir bestu frumsömdu tónlistina, sem fóru einmitt til hennar Hildar Vöku Björnsdóttur, nemanda Menntaskólans við Hamrahlíð, fyrir tónlist í mynd hennar Capable.
FÁ fór ekki tómhentur frá borði en myndin Tvíræður eftir þá Hauk Tý Þorsteinsson og Guðmund Elí Jóhannesson var kosin önnur af tveimur uppáhaldsmyndum áhorfenda, og fékk einnig verðlaun sem best leikna myndin. Auk Hauks leika í myndinni þær Alex Ford og Carmela Torrini, en allir þessir nemendur hafa sett mark sitt á hina frábæru árlegu leiksýningu FÁ í umsjón leikstjórans Sumarliða Snæland.
Hver verðlaunahafi var leystur út með glæsilegum verðlaunum, en helst ber þar að nefna vikunámskeið hjá New York Film Academy.