Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna verður haldin með pompi og prakt núna um helgina 15. -16. mars í Bíó paradís, kl. 12-17 báða dagana. Sýndar verða stórskemmtilegar stuttmyndir eftir framhaldsskólanema frá öllu landinu auk kynninga frá kvikmyndaskólum og kvikmyndahátíðum. Góðir gestir úr kvikmyndabransanum mæta og mikið stuð alla helgina. Það er frítt inn og allir velkomnir!

Þess má geta að framkvæmd hátíðarinnar er í höndum nemenda skólans sem eru í áfanganum VIBS sem Atli Sigurjónsson kennir, en undirbúningur hátíðarinnar hófst snemma á síðustu önn.