- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin dagana 15.-16. mars í Bíó paradís. Að venju var skipulagning hátíðarinnar í höndum nemenda FÁ en þau Ana, Arngrímur, Auðunn, Hafþór, Iðunn, Klara og Steinn Torfi sem og kvikmyndakennarinn þeirra Atli, eiga hrós skilið fyrir flotta skipulagningu og glæsilega hátíð.
Dómnefndina í ár skipuðu þau Haukur Valdimar Pálsson kvikmyndagerðarmaður, Ninna Pálmadóttir leikstjóri og Sigurður Ingvarsson leikari.
Heiðursgestir hátíðarinnar í ár voru framleiðandinn Anton Máni Svansson og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri.
Verðlaunin voru ekki af verri endanum en þau voru ókeypis námskeið hjá New York Film Academy en einnig voru vinningar frá Kukl, Reykjavík Foto, Landsbankanum, Kvikmyndaskóla Íslands og fleirum.
Á hátíðinni í ár voru sýndar 23 frábærar stuttmyndir frá nemendum í 9 framhaldsskólum; FÁ, MH, MK, ML, FB, Verzló, Borgó, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tækniskólanum. Einnig var sýnd ein stuttmynd frá Grænlandi sem var gerð af nemenda í GUX framhaldsskólanum í Nuuk. Í framhaldinu verður svo sigurmynd hátíðarinnar, Sápa, sýnd á sambærilegri hátíð í Nuuk nú í maí.
Kvikmyndahátíðin og Stockfish Film Festival hafa byrjað samstarf sem felst m.a. í því að sigurmyndir KHF verða sýnd í sérstöku programmi á Stockfish sem verður haldin núna dagana 3-13. Apríl.
Hér eru svo sigurvegarar hátíðarinnar:
Besta mynd - Sápa eftir Ísak Magnússon (Borgarholtsskóli)
Besta handrit - Sindri Þrastarson fyrir Kvöldmatur (Borgarholtsskóli)
Besti leikur - Sindri Sigfússon í Sápu (Borgarholtsskóli)
Besta myndataka - Unnar Darri Magnússon fyrir Kvöldmatur (Borgarholtsskóli)
Besta tæknilega útfærslan - Sápa (Borgarholtsskóli)
Hildarverðlaunin fyrir bestu tónlist - Matthías Pétursson fyrir Draumar (Tækniskólinn)
Áhorfendaverðlaun laugardags - Kvöldmatur eftir Sindra Þrastarson (Borgarholtsskóli)
Áhorfendaverðlaun sunnudags - Sæmundur Fróði og Svartaskóli eftir Jökul Björgvinsson (Verzlunarskóli Íslands)
Sérstaka viðurkenningu fengu strákarnir frá Selfossi fyrir sérlegan metnað í kvikmyndagerð en þeir voru með fjórar myndir á hátíðinni:
Beint í hælinn: Sketsaþáttur, Drengirnir okkar, “Ég er sá sem bankar” og Yfirheyrslan (Fjölbrautaskóli Suðurlands)
Svo að lokum voru í fyrsta skipti veitt verðlaun á hátíðinni fyrir bestu framleiðsluna en þau hlaut Sápa, framleiðandinn var Óliver Tumi Auðunsson.