- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, eða KHF, verður haldin í fjórða sinn núna helgina 24. og 25. febrúar. Hátíðin fer fram í Bíó Paradís frá kl. 13:00-16:00 og er ókeypis inn. Öll umsjón er í höndum nemenda FÁ. Eitt af aðal markmiðum hátíðarinnar er að gera nemendum í framhaldsskólum landsins kleift að koma verkum sínum á framfæri og kynnast öðrum með sömu áhugamál. Tækifærin sem skapast upp úr hátíðinni eru ófá og því er vonin sú að gera hátíðina sýnilegri og skapa henni jafnframt fastan sess í félagslífi íslenskra ungmenna.Verðlaunin fyrir bestu myndina eru ekki af verri endanum, en þau eru; vikunámskeið (scholarship) hjá New York Film Academy ásamt inneign fyrir allskyns þjónustu hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Vegleg verðlaun verða auk þess veitt fyrir besta leikinn og bestu tæknilegu útfærsluna. Dómnefndin er skipuð einvala liði úr íslenskum kvikmyndaiðnaði; Júlíu Söru Gunnarsdóttur, Marteini St. Þórssyni og Ólafi Sk. Þorvaldz. Einnig fá áhorfendur á hátíðinni að kjósa sína uppáhalds mynd og eru jafnframt veitt verðlaun í þeim flokki líka. Fastur liður á hátíðinni eru heiðursgestir og bjóðum við að þessu sinni velkomin þau Karl Ágúst Úlfsson og Dóru Jónsdóttur leikara. Í ár fáum við ekki aðeins stuttmyndir frá íslenskum krökkum heldur verða líka nokkrar frá New York Film Academy sem ætti aldeilis að auðga úrvalið og verður áhugavert að sjá hvað nemendur við einn virtasta kvikmyndaskóla í heimi eru að framleiða. Einnig verða sýndar valdar myndir frá nemendum Kvikmyndaskóla Íslands. Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna er fyrir kvikmyndaáhugafólk fólk á öllum aldri. Við hlökkum til að sjá ykkur öll!