- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Dagana 11. og 12. febrúar verður þriðja Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna á fullu blússi í Bíó Paradís. Í ár er hlutur kvenna í kvikmyndagerð áberandi, m.a. annars eru báðir heiðursgestir hátíðarinnar konur, þær Hrafnhildur Gunnarsdóttir, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi og formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Margrét Örnólfsdóttir, tónlistarmaður og handritshöfundur (Fangar) og jafnframt formaður Félags leikskálda- og handritshöfunda.
Að þessu sinni er meira lagt í en áður. FÁ má vera stoltur af sínum nemendum, sem í samvinnu við Borgarholtsskóla hafa lagt á sig mikla vinnu við að gera hátíðina sem frambærilegasta.
Svona er dagskráin:
Laugardagur: 11.02.17
Hátíðin hefst kl. 13:00 með ávarpi hátíðarstjóra.
Sýningarpakkar eru fjórir og er hver þeirra um 45-50 mínútur.
Eftir hvern pakka verða umræður þar sem aðstandendur mynda eru spurðir um kvikmyndaverkin.
Þá er viðtal við annan af heiðursgestum KHF, Hrafnhildi Gunnarsdóttur.
Hlé og skemmtiatriði frá FÁ – Jhordano með uppistand og Styrmir með Vegan rapp
Sýnigarpakki 2 og umræður
Dagskránni lýkur um kl. 16:00
Sunnudagur: 12.02.17
Hátíðarstjórar bjóða gesti velkomna.
Sýningarpakki 3 og umræður
Viðtal við heiðursgest Margréti Örnólfsdóttur
Sýningarpakki 4 og umræður
Skemmtiatriði frá Borgó og þekktur standup gæi, Jonathan Duffy
Verðlaunaafhending
Hátíðinnni lýkur um kl. 17:00
Ókeypis er á hátíðina fyrir alla aldurshópa.