Lífshlaupið hefst 6. febrúar.

Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 6.febrúar og stendur framhaldsskólakeppnin til 19. febrúar eða í tvær vikur. Eins og alltaf er Fjölbrautaskólinn við Ármúla skráður til leiks en FÁ hefur sigrað í framhaldsskólakeppninni, í flokki skóla með 400-999 nemendur, árin 2016, 2017 og 2018. Nú skal enn hlaupið til sigurs.


Miðvikudaginn 6.febrúar er ætlunin að byrja lífshlaupið af krafti og stefna öllum nemendum, kennurum og starfsmönnum skólans í Skautahöllina í Laugardal. Kennarar gefa frí frá kennslu kl.11:30 þennan dag. Merkt verður við nemendur á nafnalistum í skautahöllinni. Gengið verður frá skólanum kl.11:30, en skólinn hefur leigt svellið frá kl.11:45 – 12:30.

Auðvitað er líka hægt að keyra en þá er mælst til þess að menn sameinist um bíl. Nemendur og allt starfsfólk skólans fær lánaða skauta og hjálm á staðnum.

Allir geta verið með í Lífshlaupinu – enginn má skorast undan.
Hægt er að vera í liði með öðrum eða stofna sitt eigið lið, eina skilyrðið er að hreyfa sig minnst 30 mínútur daglega og skrá þá hreyfingu. Það þarf samt ekki að vera hreyfing á hverjum degi, gæti verið t.d. þrisvar sinnum yfir vikuna og þá skráir maður bara þá daga sem maður hreyfir sig. Mikilvægt að allir skrái sína hreyfingu svo skólinn safni sem flestum stigum.

Tengill í Lífshlaupið er á forsíðu FÁ:
http://www.lifshlaupid.is

Veldu valkostinn Mínar síður og Nýskráningu til að skrá þig í fyrsta skipti.
Veldu Liðin mín og Ganga í lið.
Veldu Framhaldsskólakeppni, Fjölbrautaskólann við Ármúla og það lið sem þú vilt ganga í.
Þú getur einnig stofnað nýtt lið.
Núna ertu tilbúinn til að skrá ferðir þínar.

Skrá má alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er utan vinnutíma. Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn.