Ljósmyndasýning nemenda FÁ í Safnahúsinu

Ungt umhverfisfréttafólk skólans og kennari þeirra, Jeannette Castioni fengu í gær viðurkenningu fyrir stórkostlega ljósmyndasýningu í Safnahúsinu, en það var Landvernd sem stóð að viðurkenningunni.

Ljósmyndir nemendanna þótti endurspegla þeirra sýn og viðhorf á náttúruna og umhverfið. Ljósmyndirnar eru til sýnis í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Landvernd vonast til að sýningin muni auka sýnileika á verkum ungs fólks, en þau eru mörg hver að gera frábæra hluti í umhverfismálum og verkin mjög áhrifarík.

Við hvetjum alla til þess að kíkja á þessa frábæru sýninguna á næstu dögum.