Lokaverkefni nemenda í Leikjahönnun og Listir og samfélag

Nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) fengu frjálsar hendur til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til einfalda "prótótýpu" út frá þeirri hugmynd. Hægt er að prófa "prótótýpurnar" hér.

Í áfanganum listir og samfélag (LIME2LS05) var m.a. skoðað hvernig samfélagið birtist í hinum myndvædda heimi allt frá fyrstu hellaristum til sýndarveruleika í netheimum nútímans. Eitt af verkefnum nemenda í áfanganum var að nota tölvur og tækni á skapandi hátt. Hér má sjá sýnishorn af afrakstri nemenda, haustönnina 2022.