Í dag, miðvikudaginn 12. febrúar, heimsóttu tveir líffræðingar skólann, þeir Rafn Sigurðsson og Andreas Guðmundsson Gahwiller.
Þeir mættu ekki einir, heldur komu þeir með samfélag maura með sér og kynntu nemendum fyrir öllu því helsta í heimi maura.
Hér koma nokkrir fróðlegir punktar:

Maurar lifa í sérhæfðum og skipulögðum samfélögum og innan þeirra ríkir mikil stéttaskipting

Yngstu maurarnir vinna almennt inn í búinu og elstu maurarnir veiða mat fyrir hina

Maurasystkini eru 75% skyld hvort öðru en ekki 50% eins og tíðkast í heimi manna

Maurar eiga helst samskipti við hvern annan með ferómónum

Maurar hafa fundist víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og berast t.d. hingað til til lands með pottaplöntum,
matvælum og farangri úr ferðalögum

Ef þið finnið maura heima hjá ykkur eða einhversstaðar á Íslandi þá hvetjum við ykkur til að tilkynna það á
maurar.hi.is
Ef þið viljið fleiri fróðleikskorn um maura, þá má finna þau hér: maurar.hi.is
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.