Mynd nemanda FÁ til sýnis á COP26 ráðstefnunni í Glasgow

Verðlaunaljósmynd Írisar Lilju, nemanda í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er nú til sýnis á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26.

Íris Lilja vann myndina í ljósmyndaáfanga við Fjölbraut í Ármúla og heitir mynd hennar “Sæt tortíming”. Myndin lenti í fyrsta sæti í keppninni Ungt Umhverfisfólk 2021 í maí síðastliðnum. Myndin var svo send í Evrópukeppnina Climate Change Pix sem er ljósmyndakeppni á vegum Young Reporters for the Environment. Íris Lilja hlaut ungmennaverðlaun þeirri keppni. Um 400 þúsund ungmenni í 44 löndum tóku þátt.

Það er mikill heiður fyrir Írisi að mynd hennar sé til sýnis á loftlagsráðstefnunni í Glasgow. Á ráðstefnuna mæta þjóðarleiðtogar og embættisfólk frá löndum um allan heim og m.a. um fimmtíu manna hópur frá Íslandi, ráðherrar, þingmenn og embættisfólk. Ráðstefnan hófst á sunnudaginn 31. október og er til 12. nóvember

Hér er linkur á frétt frá RÚV um Írisi:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/95bqek/ljosmynd-a-loftslagsradstefnu