Náms- og starfsráðgjafi fjarnáms FÁ

Nemendur fjarnámsins hafa nú aðgang að náms- og starfsráðgjafa. Það er Hrönn Baldursdóttir sem er náms- og starfsráðgjafi fjarnáms. Hægt er að senda tölvupóst á radgjof@fa.is með fyrirspurnir og vangaveltur um náms- og starfsferilinn.

Einnig er hægt að óska eftir viðtali og er val um hvort það sé símaviðtal, viðtal á staðnum eða í gegnum Teams.

Þegar haustönn 2024 er hafin í fjarnámi FÁ er boðið upp á eftirfarandi örfyrirlestrar á netinu fyrir nemendur fjarnámsins:

4. september kl. 11.30 – 12.00 Skipulag og tímastjórnun í námi
2. október kl. 11.30 – 12.00 Glósur og minni
6. nóvember kl. 11.30 – 12.00 Prófaundirbúningur og próftaka
11. desember kl. 11.30 – 12.00 Val á áföngum og námsbraut

Fyrirlestrarnir verða á teams og hægt að skrá sig hér