- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nemendafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla afhenti Barnaspítala Hringsins ávísun uppá hálfa milljón í hádeginu. Barnaspítalinn tók fagnandi á móti fjárhæðinni og bar nemendafélaginu bestu þakkir.
Í síðustu viku var haldin góðgerðarvika þar sem söfnuðust 258.000 krónur til styrktar Barnaspítala hringsins. Nemendafélagið lagði svo til 242.000 til viðbótar við upphæðina.
Í góðgerðarvikunni lögðu nemendur, kennarar og annað starfsfólk fram áheit og voru fjölbreyttar uppákomur í gangi í skólanum, m.a. var boðið uppá rjómakast, áfangastjórinn var límdur uppá vegg í matsalnum og fleira í þeim dúr. Þá fór hluti nemendafélagsins í hringferð um landið og leitaði styrkja úr vasa þeirra sem þau mættu á leiðinni. Þegar viss upphæð safnaðist í góðgerðasjóðinn, fóru nemendur í nemendafélaginu í tan-sprey, hárlitun, tattú, dúsuðu í búri og fleira - allt í þágu góðra mála.
Tvær stúlkur í nemendafélaginu voru sjálfar mikið á Barnaspítalanum sem börn og þekkja vel það góða starf sem þar er unnið. Þær áttu frumkvæði að því að velja málefnið og leist hinum í nemendafélaginu mjög vel á þetta val. Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinganna, með gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi.
Ef þú vilt taka þér nemendafélagið til fyrirmyndar og styrkja barnaspítalann, þá er það gert hér.