- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í upphafi vikunnar fóru nemendur í Íslands-og mannkynssögu frá lokum 18. aldar til samtímans í vettvangsferð á Alþingi, sem er eitt elsta samfellda þjóðþing heims.
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, tók á móti hópnum, sýndi þeim húsið og fór yfir sögu og störf þingsins. Meðal þess sem vakti athygli og áhuga nemenda var þjóðfundarmálverk Gunnlaugs Blöndals, listmálara frá Blönduósi, frá þjóðfundinum 1851.
Þá sagði Vilhjálmur einnig nemendum frá fyrri störfum sínum sem lögreglumaður en þá kom í ljós að meðal nemanda í hópnum var einn þeirra sem ætlaði sér að leggja stund á nám í lögreglufræðum og verða lögreglumaður. Vilhjálmur hafði þá á orði að það væri ágætis grunnur til að verða þingmaður enda hefði reynsla hans úr lögreglunni nýst honum vel í þingstörfunum sem og öðru sem hann hefði tekið sér fyrir hendur.
Nemendum þótti heimsóknin gagnleg en ekki síður fróðleg, enda tengdist hún ýmsu því sem þau læra um í áfanganum.