- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Tveir nemendur skólans héldu námsskeið í kvikmyndagerð í tengslum við kvikmyndahátíð Grundaskóla á Akranesi í upphafi vikunnar. Þau Ísold Ylfa Teitsdóttir og Viktor Hugi Jónsson byrjuðu á því að kynna Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna og héldu svo námskeiðið, sem var svokallað "24-hour film challenge" þar sem þau leiðbeindu nemendum í 8. 9. og 10. Grundaskóla í grínmyndagerð. Skemmst er frá því að námskeiðið gekk eins og í sögu, allir þátttakendur kláruðu myndir sínar svo að úr varð fjöldinn allur af nýjum grínmyndum.