Nýnemaball - 6. september


Á morgun, fimmtudaginn 6. september heldur Nemendafélag FÁ, í samstarfi við Nemendafélög Tækniskólans, Borgarholtsskóla, FMOS og Menntaskóla Borgarfjarðar, skólaball í Reiðhöllinni í Víðidal. Dansinn hefst kl. 22:00 og gestum hleypt inn til kl. 23:00 en þá verður húsinu lokað. Seinasti tónninn verður sleginn klukkan kl. 01:00 og þá kæmi sér vel að foreldrar og forráðamenn gætu komið og sótt börnin sín.Miða á ballið er hægt að nálgast í gegnum miðasöluvef hérna.

Þeir nemendur sem sækja ballið fá leyfi frá kennslu í fyrstu kennslustund að morgni föstudagsins 7. september. Aðrir nemendur mæta í kennslu samkvæmt stundatöflu.Allar skemmtanir á vegum skólans eru áfengis- og vímuefnalausar. Allt tóbak verður gert upptækt, rafrettur geymdar en vökvinn í þær gerður upptækur. Verði nemendur undir 18 ára aldri uppvísir að drykkju verður hringt í foreldra og þeir beðnir að sækja börnin sín. Eldri nemendum, sem verða uppvísir að drykkju, verður hins vegar vísað á dyr. Langoftast eru nemendur þó til algerrar fyrirmyndar á skólaböllunum. 