Nýnemadagur

Nýnemaferð Fjölbrautaskólans við Ármúla var farin í dag. Frábær ferð í alla staði sem Nemendafélag skólans og félagsmálafulltrúi skipulögðu. Farið var með tæplega 200 nýnema í Guðmundarlund í Kópavogi þar sem við áttum góða stund en þar er frábær aðstaða til útiveru og leikja.

Þar tóku á móti okkur vant fólk sem sáu um leiki og hópefli fyrir þennan stóra og flotta hóp. Síðan voru grillaðar pylsur, nemendur fengu gos og súkkulaði og léku sér svo í allskyns leikjum og spjölluðu saman.

Einstaklega frábær hópur nýnema þetta árið sem voru til fyrirmyndar í ferðinni og hlökkum við til að kynnast þeim betur í vetur.