Örplast er lævís skaðvaldur...

Á morgun, föstudaginn 16, sem er reyndar dagur íslenskrar tungu, kemur Rannveig Magnúsdóttir í heimsókn í FÁ til að segja okkur allt um örplast og plastmengun. Rannveig er líffræðingur og hefur verið ötul í að fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar og áhrif manna á umhverfið. Allir sem hafa áhyggjur af velferð móður jarðar, ekki síst unga fólkið sem á mest undir að framtíðin verði sjálfbær, eru hvattir til að mæta í Salinn klukkan 13.00 og hlýða á fróðlegt erindi. Þekking er vald!