- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Rafíþróttalið Fjölbrautaskólans við Ármúla komst áfram í 8-liða úrslit FRÍS, Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands. Í ár taka þrettán framhaldsskólar þátt í keppninni þar sem keppt er í tölvuleikjunum Counter-Strike 2, Rocket League og Valorant. Flestir keppendur koma úr rafíþróttaáfanganum RAFÍ2SM03 þar sem nemendur æfa sig í völdum leikjum sem einstaklingar og sem liðsheild í uppfærðu tölvuveri skólans.
Við óskum rafíþróttaliði FÁ til hamingju með góðan árangur!
Rocket League lið FÁ skipa Stefán Máni, Aron Örn og Karvel. Varamenn eru Logi Jarl, Ísar og Orfeus. Í Valorant keppa þau Kristinn Guðberg, Aline Ampari, Baldur Orri, Logi Jarl og Jóhann Atli og Birnir Orri, Helgi og Marcin eru varamenn. Í Counter-Strike 2 liðinu eru þeir Birnir Orri, Logi Jarl, Nataniel, Svanur Snær og Sölvi auk Aline sem er varamaður.
Hægt verður að fylgjast með undanúrslitum efstu 8 liðanna í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ. Keppnisdagar verða á miðvikudögum og fer fyrsti leikurinn fram þann 6. mars. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Rafíþróttasamtaka Íslands.