Réttarhöld í FÁ

 

Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fengu það verkefni að setja á svið réttarhöld í skólanum í liðinni viku.

Að þessu sinni var um að ræða skaðabótamál vegna óhapps á skemmtistað sem tekið var fyrir af „Landsrétti“.

Nemendur skiptu með sér hlutverkum dómara, lögfræðinga, stefnanda, stefndu, vitna og blaðamanna.

 

Í málfutningnum voru ýmis sönnunargögn lögð fram og vitni kölluð fyrir dóminn ásamt löggildum matsaðilum.

Fjölmiðlar fylgdust vel með málinu og var ýjað að því í fjölmiðlum áður en málið var tekið fyrir að stefnandi myndi að öllum líkindum vinna málið vegna tengsla við háttsetta aðila í þjóðfélaginu.

Niðurstaða málsins var sú að stefnanda voru dæmdar skaðbætur og stóð því dómur „héraðsdóms“ óbreyttur.

Nemendur voru hæst ánægðir með málflutninginn og fannst mikill lærdómur að taka þátt í skipulagi og uppsetningu réttarhaldanna.

Þeir sem mættir voru í „dómsal“ til þess að fylgjast með málflutningum hrósuðu nemendum fyrir faglegan og góðan málflutninginn.