Reykjavík 2018 - evrópska ungmennaþingið

Evrópska ungmennaþingið eða European Youth Parliament eru samtök sem hafa það að markmiði að fræða ungmenni á efri skólastigum um málefni sem snerta Evrópubúa. Miðað er við ungt fólk á framhaldsskóla- og háskólaaldri. Nú er loks búið að stofna samtökin hérlendis og fyrsta ráðstefnan á Íslandi verður haldin í Reykjavík dagana 20.-22. september. Um 100 manns verða viðriðnir ráðstefnuna, bæði innlendir nýliðar og erlendir reynsluboltar.

Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópska ungmennaþingið kemur saman á Íslandi og tilgangurinn með þinginu er að gefa evrópskum ungmennum tækifæri til að bera saman bækur sínar varðandi málefni Evrópu. Þingið fer frá á ensku og er haldið í Reykjavík frá 20. til 22 september. Þingfulltrúar munu vinna saman í hópum og venjast því að starfa saman í fjölþjóðlegu umhverfi og kynnast þeim gildum sem höfð eru í heiðri í Evrópu. Þingið er skipað fulltrúum frá fleiri en tuttugu þjóðum í mismunandi hópum, að auki munu bætast við fulltrúar víðs vegar að úr Evrópu, eins og til dæmis Tyrklandi, Finnlandi, Portúgal til að nefna einhver.

Þátttökugjald er 2500 íslenskar krónur og þátttaka á þingið einskorðast við sextíu fulltrúa og því um að gera að sækja um þingsetu svo hratt sem auðið er! Fyrstu sextíu umsækjendurnir verða látnir vita af þátttökurétti sínum og krafðir um greiðslu þátttökugjaldsins, þegar það er í höfn verður viðkomandi bætt í Facebook-grúppu sem verður opinn fyrir þingfulltrúana og þeim gerð frekari grein fyrir Reykjavík 2018 - þinginu.

Hér má finna Facebook- síðu þingsins og frekari upplýsingar um Evrópska ungmennaþingið (EYP) má sjá á vefsíðu þeirra hér. Nánari upplýsingar má fá með því að senda netpóst á eypiceand@gmail.com eða á rebeca.v.leal@gmail.com - sendið fyrirspurnir á bæði netföngin.
Hér má svo sækja um setu á Evrópsku ungmennaþinginu.