Samkomubann

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Eins og stjórnvöld hafa gefið út er okkur gert að loka skólanum næstu fjórar vikur. Skólahald heldur þó áfram í gegnum fjarkennslu.

Þetta eru ekki auðveldir tímar og fordæmalausir. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að árangur annarinnar verði sem bestur.

Ég hvet nemendur til að halda takti og líta ekki á þetta sem frí. Gott er að nota tímann í eitthvað uppbyggjandi fyrir líkama og sál; fara í göngutúra, stunda hugleiðslu, o.s.frv. Njóta þess að vera til á þessum óvissutímum.

Hægt er að ná í stjórnendur, kennara og námsráðgjafa, en netföng allra starfsmanna má finna á heimasíðu skólans.

Kveðja.
Magnús Ingvason
skólameistari FÁ