Samkomubann

Ágætu nemendur og forráðamenn,


Í ljósi nýrra og hertra sóttvarnareglna er ljóst að skólinn verður lokaður á morgun og föstudag.Öll kennsla færist því yfir á Teams og verður kennt þar samkvæmt stundaskrá næstu tvo daga, en að þeim dögum loknum hefst páskafrí. 


Ég hvet alla til að mæta vel í Teams-tímana og munum að nú erum við flest reynslunni ríkari eftir bæði síðustu haustönn og vorönn. Fyrir þau sem ekki eru kunnug Teams er hægt að horfa á kennslumyndband hér: https://www.fa.is/thjonusta/tolvu-og-thjonustuver/microsoft-teams/. Forritinu er síðan hlaðið niður hér; https://www.microsoft.com/en-ww/microsoft-teams/download-app.


Kennsla hefst aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 7. apríl en á þessari stundu er ekki vitað hvort hægt verður að kenna í skólanum eða ekki. Þrátt fyrir að um sé að ræða páskafrí, væri ekki úr vegi fyrir ykkur að renna yfir námsáætlanir og skoða hvort þið eigið eftir að skila einhverju verkefni.

Ég bið ykkur um að fylgjast vel með fréttum frá skólanum sem birtar verða á heimasíðu skólans, Instagram og fésbókarsíðu þegar nær dregur 7. apríl.

Ég sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur og óskir um gleðilega páska, og vona heitt og innilega að við sjáumst öll hress hér í skólanum sem allra, allra fyrst.

Kær kveðja,

Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ