- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Sjúkraliðafélag Íslands á í góðu samstarfi við Heilbrigðisskóla FÁ. Samstarfið felst meðal annars í því að fræðslustjóri félagsins kemur í reglulegar heimsóknir og kynnir starfsemi Sjúkraliðafélagsins. Nýverið kom Ragnhildur Bolladóttir fræðslustjóri félagsins í heimsókn í skólann og kynnti fyrir nemendum réttindi og skyldur þeirra að námi loknu í þeim tilgangi að undirbúa nemendur undir að fara út á vinnumarkaðinn sem sjúkraliðar. Hún fór m.a. yfir ábyrgð sjúkraliða í störfum sínum og hvernig hægt er að nýta þekkingu og færni að loknu námi með sem bestum hætti. Á fundinum sköpuðust líflegar umræður og nemendur nýttu vel tækifærið til að spyrja út í starfið og fengu góð og gagnleg svör sem vonandi nýtast þeim vel í starfi að námi loknu.