Sjáumst í myrkrinu...

Í hádeginu í dag, 4. okt., tóku nokkrir nemendur FÁ við endurskinsmerkjum úr höndum fulltrúa ADHD-samtakanna. Samtökin hafa um nokkurra ára skeið gefið út og selt endurskinsmerki til styrktar starfsemi sinni. Merkin eru með teikningum eftir Hugleik Dagsson og ný mynd á hverju ári. Formleg afhending nýs merkis markar upphaf Alþjóðlegs ADHD vitundarmánaðar í október og er fyrsta merkið / fyrstu merkin afhent einhverjum sem tengist þema mánaðarins hverju sinni. Í ár er athyglinni beint að ADHD og ungu fólki. Formleg sala hefst um næstu helgi og verður merkið selt um allt land.