- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Kennararnir Edda Ýr Þórsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir fóru með 5 frábæra sjúkraliðanemendur til Portúgal í október.
Ferðin hófst í Lissabon þar sem gist var á afar heimilislegu gistiheimili með villiköttum og páfagaukum. Eftir tvo daga í Lissabon var ferðinni heitið til Portó þar sem þær hittu sjúkraliðanemendur frá Portúgal og Tékklandi.
Fengu þær mjög góðar móttökur frá kennurum og nemendum í Portúgal. Heimsóttu skólann þeirra í Penacova og fengu að sjá þeirra aðstæður við nám, meðal annars verklega hjúkrun. Nemendur voru með sýnikennslu í hvernig gott er að flytja sjúklinga úr rúmi í stól. Einnig var sýnd fjötranotkun hjá sjúklingum með órólega eða ógnandi hegðun.
Nemendur Portúgal á veitinga og matreiðslusviði skólans matreiddu svo fyrir hópinn fínasta mat 😊
Einnig var endurhæfingarsjúkrahús upp í sveit 30 mín frá Portó heimsótt en ekki var hægt að sjá starfsemina í fullu fjöri þar sem sólarhringana á undan höfðu verið miklar rigningar sem ollu leka og vanda í húsnæði sjúkrahúsins þannig fáir skjólstæðingar gátu mætt þann daginn. Þó fengu þær að sjá aðstöðu sjúkraþjálfara og hápunktur þessarar heimsóknar var þátttaka og kennsla í hjólastólahandbolta undir handleiðslu sjúkraþjálfara og landliðsmanni í hjólastólahandbolta sem Portúgalir eru framarlega í.
Heimsókn á eitt stærsta sjúkrahús Evrópu var svo síðasta daginn þar sem heimsóttar voru tvær geðdeildir sem var afar áhugavert.
Nemendur okkar ásamt nemendum frá Tékklandi og Portúgal voru svo með kynningar á hlutverki sjúkraliða í lyfjagjöfum og vökvagjöf sjúklinga.
Frábær ferð í alla staði!
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á Facebook síðu skólans.