Skautaferð á þriðjudag!

Skólinn hefur leigt Skautahöllina kl. 11.45 – 12.35 nk. þriðjudaginn 13. febrúar. Skautar og hjálmar eru á staðnum.
Allir sem vilja, nemendur sem starfsmenn, geta mætt og leikið listir sínar á skautum. Nemendur sem taka þátt fá M fyrir þennan tíma. Það er fátt frískara en að renna sér skriðu á hárbeittum skautum og finna frelsisandann leik um rjóðar kinnar. Mætum öll, það er ekki á hverjum degi sem fólk fær frítt á skauta í góðum félagsskap.
Gengið verður fylktu liði frá skólanum kl. 11.30 að Skautahöllinni.Skautahlaupið verður skráð í Lífshlaupið.