- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Lyfjafyrirtækið Lundbeck í Danmörku stóð nýlega fyrir stórri keppni sem kallast „Drughunters“. Hópi nemenda af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla var boðin þátttaka í keppninni. Keppnin snýst um að koma með hugmyndir um hvernig stöðva megi framgang heilasjúkdóma eða lækna þá, en nemendur velja sér eitt viðfangsefni heilasjúkdóma, sem þeir afla sér þekkingar í.
Íslenski hópurinn fékk sérstakt hrós fyrir kynninguna sína. Fyrir íslensku krakkana var undirbúningurinn fyrir keppnina þverfaglegt samstarf raungreina og dönsku.
Keppnin vekur áhuga nemanda á læknisfræði
„Nemendunum sjálfum fannst keppnin hafa gefið þeim skemmtilegri sýn á dönskuna og einn nemandi nefndi að þessi keppni hefði hvatt hann til að reyna við læknisfræðina í framtíðinni“ sagði Simon Cramer Larsen, dönskukennari eftir ferðina. Í lok apríl síðastliðinn hittust svo allir hóparnir í Kaupmannahöfn og kynntu afraksturinn á dönsku fyrir dómnefnd að sögn Gúríar Helenu Petersen, dönskukennara, sem einnig var með í ferðinni.
Keppnin er fyrst og fremst ætluð dönskum og færeyskum framhaldsskólanemendum en Fjölbrautaskólinn við Ármúla er eini íslenski framhaldsskólinn sem tók þátt.
Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Símon Cramer Larsen, Hafrún Sigríður Pétursdóttir, Elín Salbjörg Agnarsdóttir, Arna Rut Arnarsdóttir, Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Maximilian Alexander Martinsson og Gúrí Helena Petersen en fyrir framan hópinn er Jóhanna Andrea Magnúsdóttir.