- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Gleðilegt nýtt ár !
Á fundi með menntamálaráðherra fyrir áramót kom fram að framhaldsskólum er ætlað að hefja skólastarf með eðlilegum hætti á vorönn og allt nám í staðnámi.
Samkvæmt skóladagatali FÁ átti kennsla að hefjast miðvikudaginn 5. janúar 2022, en við höfum hins vegar ákveðið í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu að breyta skóladagatalinu og færa fyrsta kennsludag til mánudagsins 10. janúar. Kennsla hefst þá samkvæmt stundaskrá.
Stundaskrár nemenda opnast nk. mánudag, 3. janúar og í kjölfarið hefjast töflubreytingar. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur komi í hús vegna töflubreytinga að þessu sinni; þær verða eingöngu rafrænar á netfanginu toflubreytingar@fa.is.
Strangar sóttvarnarreglur verða í gildi eins lengi og þurfa þykir; stíf grímuskylda og a.m.k. 1 metri á milli fólks. Nemendur sem ekki virða grímuskyldu verður vísað úr skólanum þann daginn.
Að öðru leyti hlökkum við til að sjá ykkur á nýrri önn með von um að hún verði kraftmikil og góð.
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ