Skólinn kominn á flug

Nú þegar vika er liðin frá skólabyrjun er allt að komast í gott far, nýnemar búnir að læra hvar kennslustofurnar er að finna og námið að komast í fastar í skorður, nú er um að gera að halda vel á spöðunum, moka inn þekkingunni jafnt og þétt og láta aldrei deigan síga. Iðjusemi skilar ávexti.

FÁ er grænn skóli - og lætur ekki standa við orðin tóm. Þess vegna erum við þátttakendur í "Grænni helgi" en það er sjálfboðastarf sem nemendur við FÁ hafa sinnt undanfarin ár. Núna á laugardag, 26. hittast áhugasamir nemendur við FÁ kl. 9.00 og halda ásamt starfsmönnum Umhverfisstofnuna í Selvík. Umhverfisstofnun útvegar vinnuhanska, regngalla, nesti (samlokur), kaffi og kex. Hið göfuga starf mun standa til kl. 16:00 og svo verður fagnað með kökum og kaffi á svæðinu.
 Skráning fer fram á skrifstofu FÁ.  Þeir sem eru skráðir í íþróttaáfangann ÍÞRÓ1FJ05 fá sjálfboðavinnuna metna í stað einnar gönguferðar. Enn er hægt að skrá sig í áfangann. Nánari upplýsingar hjá Úlfari Snæ usa@fa.is

Eindagi áfangaúrsagnar er á morgun, 25. ágúst. Nemendur ættu að íhuga vel og vandlega um hvort ástæða sé til að nýta sér áfangaúrsögn. Í byrjun skólaársins er oft mikið álag og getur námið þá vaxið í augum nemenda, en með góðri mætingu og ástundun verður önnin búin áður en nemendur vita af og árangurinn vonandi góðu