Skráning á vorönn stendur enn yfir.

Í gær féll fyrsti snjórinn en á morgun, fimmtudaginn 6. desember er síðasti kennsludagur haustannar. Við tekur snörp prófatíð og vonandi komast allir í gegnum þá orrahríð óskaddaðir. Eftir éljagang prófanna kemur langþráð jólafrí og vonandi ná menn að safna orku fram á næstu önn en kennsla hefst þann 8. janúar á nýju ári. Það skal bent á að enn er hægt að skrá sig til náms á vorönn 2019, og stendur sá möguleiki opinn fram í miðjan þennan mánuð. En nú er það prófin, gangi ykkur öllum allt í haginn, nemendur góðir.