- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í þessari viku er lýðræðisvika og þá fara fram Skuggakosningar í framhaldsskólum landsins og að sjálfsögðu tökum við í FÁ þátt.
Miðvikudaginn 20. nóvember verða umræður í fyrirlestrarsal með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga 30. nóv. Umræðurnar byrja kl. 11:30 og standa til kl. 12:30. Markmiðið er að skapa stemningu og fylla salinn. Spurningar frá nemendum velkomnar.
Fimmtudaginn 21. nóvember verða Skuggakosningarnar sjálfar á Steypunni frá kl. 9:00 - 14:10.
Á kjörskrá eru: „nemendur (í dagskóla) sem fæddir eru 26. september 2003 og síðar (þeir sem ekki höfðu náð kosningaaldri í alþingiskosningunum 25. september 2021).“ Með öðrum orðum elsti kjósandi á kjörskrá varð 21 árs 26. september sl. Hann og ALLIR yngri hafa kosningarétt. Öll eru hvött til að kjósa!
Eftirfarandi frambjóðendur munu mæta í FÁ á morgun og taka þátt umræðum:
Hvað eru Skuggakosningar?
Skuggakosningar eða „skólakosningar“ eru settar upp eins og almennar kosningar. Megintilgangur þeirra er að þjálfa þá nemendur sem ekki hafa náð kosningaaldri í að kjósa og undirbúa þá sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn. Jafnframt fær ungt fólk reynslu í að skipuleggja og framkvæma hið lýðræðislega ferli kosninga.
Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Skuggakosningar fara fram í fimmta sinn hér á landi þann 21. nóvember. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 30. nóvember.
Hvernig kýs ég?
Nánari upplýsingar: https://www.egkys.is/skuggakosningar