- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Lýðræðisvika var haldin í skólanum í síðustu viku, 19. - 21. nóvember og fóru þá fram Skuggakosningar.
Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Frambjóðendur 11 stjórnmálaflokka komu í heimsókn í skólann á þriðjudeginum, kynntu málefni sín og sátu fyrir svörum.
Nemendur í heimspeki og félagsfræði kenninga sáu um skipulag og stjórnun fundarins og fór hann mjög vel fram. Nemendur komu með frábærar spurningar og voru vel undirbúin.
Skuggakosningarnar sjálfar fóru svo fram á Steypunni, fimmtudaginn 21. nóvember, en nemendur sem voru fæddir 26. september 2003 og síðar voru á kjörskrá. Alls kusu 195 nemendur í kosningunum, en það er um 29% þeirra sem voru á kjörskrá. Vonandi verður kosningaþátttaka ungs fólks heldur meiri í Alþingiskosningunum núna um helgina og við óskum nýjum kjósendum til hamingju með kosningaréttinn.