- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Síðasta miðvikudag var vígður skynörvunarbúnaður við sundlaug sérnámsbrautar FÁ við mikinn fögnuð. Hugmyndina að skynörvunarsundlaug fékk starfsfólk sérnámsbrautar á tölvu- og hugbúnaðarsýningu í London fyrir þremur árum, en aðalmarkmið slíkrar sundlaugar er að örva skynfærin með blöndu af ljósum, litum og hljóðum. Kiwanisklúbburinn Katla bauðst svo til að styrkja verkefnið.
Skynörvunarlaugin veitir nemendum sérnámsbrautar róandi og öruggt umhverfi til að skynja umhverfið sitt á fjölbreyttan hátt. Þetta hjálpar þeim að einblína á orku sína og taka betur þátt í daglegu lífi, bæta samskipti og skapa sterkari skilning á eigin styrkleikum. Sundlaugin nýtist afar vel og upplifun nemenda af sundtímum er afar jákvæð, enda mæta augu fljótandi iðkenda nú stjörnubjörtum himni eða litríku mynstri þar sem áður var autt loft.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla þakkar Kiwansklúbbnum Kötlu fyrir að gera þennan draum sérnámsbrautarinnar að veruleika, og Exton fyrir alla þeirra vinnu.