- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Ágætu nemendur og forráðamenn,
Komið hefur í ljós að tveir nemendur við skólann hafa greinst með Covid–19. Umræddir nemendur tengjast vinaböndum og hafa lítið verið í nánum samskiptum við aðra nemendur skólans. Skólameistarar hafa um helgina unnið í nánu samstarfi við sóttvarnaryfirvöld, þ.m.t. smitrakningarteymi almannavarna, og unnið er samkvæmt þeirra leiðbeiningum að úrvinnslu málsins. Vegna þeirra sóttvarna sem viðhafðar hafa verið í skólanum er talið nær ómögulegt að samnemendur eða kennarar viðkomandi nemenda hafi smitast en við hvetjum alla nemendur sem finna til minnstu einkenna að hafa samband við www.heilsuvera.is til að bóka skimun.
Líkt og áður hefur komið fram í pósti fer kennsla fram í fjarnámi í Teams samkvæmt stundatöflu í næstu viku. Við minnum á að allir þurfa að mæta í þessar Teams kennslustundir, svo og fylgjast vel með skilaboðum sem kunna að koma frá kennurum í einstaka áföngum. Sjá Teams leiðbeiningar HÉR.
Þar sem skólanum verður lokað fyrir nemendum í níu daga (helgar meðtaldar) eru góðar líkur á því að við náum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á þessu einstaka smiti og þar með getum við hafið eðlilegt skólastarf að nýju sem allra, allra fyrst. Við hvetjum nemendur til að stunda námið af kappi og fylgjast vel með fréttum frá skólanum næstu daga.
Með góðri kveðju,
Magnús Ingvason, skólameistari
Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari