Spiluðu yfir 4.000 ára gamalt borðspil

Sextán nemendur í áfanganum Tölvuleikir: Saga, þróun og fræði (TÖLE2SE05) spiluðu borðspilið The Royal Game of Ur í kennslutíma. Talið er að spilið sé frá 2.500 f.Kr. og eigi rætur að rekja til Mesópótamíu. Nemendur skemmtu sér vel í tímanum og þótti flestum spilið skemmtilegt og áhugavert - en þó heldur einhæft.

Tölvuleikir eru skoðaðir frá ýmsum hliðum í áfanganum og meðal annars farið yfir sögu tölvuleikja þar sem nemendur fá að prófa valda leiki. The Royal Game of Ur tengdist forsögu tölvuleikja, næst verður það PONG frá árinu 1972 sem var fyrsti tölvuleikurinn sem náði almennum vinsældum og þar á eftir E.T. sem er gjarnan titlaður sem „versti tölvuleikur allra tíma“.