- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Allt starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla er komið í sóttkví, en þrír nemendur og tveir starfsmenn hafa greinst með kórónuveiruna.
Nemendur skólans þurfa ekki að fara í sóttkví nema þeir finni fyrir einkennum veirunnar (kvefi, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverkjum, þreytu o.fl.), en frekari upplýsingar um slíkt má finna á covid.is og heilsuvera.is. Þetta er samkvæmt ráðleggingum sóttvarnayfirvalda, en skólinn hefur átt gott samstarf við þau vegna málsins.
Þessa viku er fjarkennt í gegnum forritið Teams og því hefur sóttkví starfsmanna ekki mikil áhrif á skólastarfið, nema á sérnámsbraut skólans sem átti að vera í kennslu þessa viku.
Í lok þessarar viku verður tekin ákvörðun um fyrirkomulag skólastarfsins næstu vikur.
Gangi ykkur öllum vel í náminu þessa viku.
Kveðja.
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ