- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í byrjun maí fékk sjúkraliðabrautin nýja og fullkomna kennsludúkku til þess að nota við kennslu í hjúkrunaráföngum. Dúkkan sem kallast Stína er ægifögur með mikið dökkt hár og ómótstæðileg augu og ekki er verra að með smá tilfæringum er hægt að setja margskonar sár á Stínu, svo sem skurðsár á brjóst og læri, stungusár og legusár á ýmsum stigum. Jafnframt er hægt að skola maga Stínu, blása í lungun, þreifa fyrir æðum, setja upp þvaglegg og skipta á stomapoka.
Stína var strax sett í eitt af nýju tæknivæddu sjúkrarúmunum sem sjúkraliðabrautin fékk fyrir rúmu ári síðan. Nú liggja þær saman í sjúkraliðastofunni, hlið við hlið í sitthvoru stofunni Stína og Hermína gamla og bíða spenntar eftir nýjum hóp sjúkraliðanema á komandi hausti.