- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í síðustu viku fóru fram nemendatónleikar hjá nemendum í Tónsmiðju skólans. Á efnisskránni var fjölbreytt tónlist og voru margir nemendur í Tónsmiðjunni að stíga á stokk í fyrsta skiptið. Það má með sanni segja að tónleikarnir voru virkilega vel heppnaðir, allir nemendur stóðu sig frábærlega og var góð stemning í salnum. Frábært tækifæri fyrir þessa nemendur að koma fram og fyrir aðstandendur og gesti að sjá það flotta starf sem fram fer í Tónsmiðju skólans.
Starfsmannahljómsveitin ÚFF flutti einnig nokkur lög við mikinn fögnuð gesta og bauð nemendafélagið upp á kakó og smákökur.
Tónleikarnir voru styrktartónleikar og rann allur ágóði sölunnar til Pieta samtakanna.
Í FÁ er boðið upp á tvo áfanga í tónsmiðju, fyrir byrjendur og lengra komna. Markmiðið með þessum áföngum er að bjóða upp á vettvang fyrir nemendur sem hafa áhuga og grunn í tónlist að koma saman og spila saman undir stjórn kennara. Það er hún Lilja Dögg Gunnarsdóttir tónlistarkona sem heldur utan um áfangann og það flotta starf sem fer þar fram. Áfanginn fer fram í vel útbúnu tónlistarherbergi sem var útbúið fyrir nokkrum árum og geta nemendur í áfanganum farið inn í herbergið og æft sig.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.