- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Innritun nýnema og eldri nemenda í Fjölbrautaskólann við Ármúla er nú lokið.
Fimmtudaginn 27. júní fara starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla í sumarleyfi. Þeir mæta svo aftur til starfa miðvikudaginn 7. ágúst.
Allir nemendur skólans hafa núna fengið greiðsluseðil í heimabanka. Hjá nemendum yngri en 18 ára birtist greiðsluseðillinn hjá elsta forráðamanni. Ef greiðsluseðillinn er ekki greiddur skoðast það sem höfnun á skólavist.
Um 900 nemendur eru að jafnaði í dagskóla við Fjölbrautaskólann við Ármúla og u.þ.b. 1400 nemendur í fjarnámi. Mjög fjölbreyttar námsbrautir er að finna í skólanum; bóknám, listnám og heilbrigðistengt nám. Um 80 kennarar og 30 aðrir starfsmenn vinna að því daglega að aðstoða nemendur í námi sínu og stoðþjónusta er mjög mikil. Félagslífið í skólanum er gott og margt að gerast í hverri viku.
Foreldrar/forráðamenn nýnema sem koma úr 10. bekk verða boðaðir í viðtal með börnum sínum við umsjónarkennara dagana 12. - 14. ágúst. Boðun í viðtalið fer fram nokkrum dögum áður með tölvupósti og/eða símtali.
Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU (www.inna.is) föstudaginn 16. ágúst.
Skráning í fjarnám á haustönn hefst föstudaginn 16. ágúst.
Fundur með nýnemum verður í fyrirlestrasal föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00.
Fundur með eldri nýnemum verður í fyrirlestrasal föstudaginn 16. ágúst kl. 14:00.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.
Foreldrafundur verður haldinn þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:00.
Kennsla í fjarnámi á haustönn hefst 2. september.
Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is.
Nýnemadagur verður í byrjun september. Nánari upplýsingar verðar sendar þegar nær dregur.
Við hlökkum til að fá nemendur í skólann í haust og vonum að þeir eigi eftir að eiga góðar og árangursríkar stundir hjá okkur.
Hér eru slóðir á samfélagsmiðla skólans: Instagram og Facebook .
Með sumarkveðju,
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ