Þorbjörn sigraði tónlistar- og söngkeppni FÁ

Á fimmtudaginn síðasta, 2. mars fór tónlistar- og söngkeppni FÁ fram, á Árdegi skólans. Jón Jónsson var kynnir í keppninni og tók nokkur lög. Níu stórkostleg atriði tóku þátt og það má sanni segja að það sé mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki í skólanum okkar. Í sex atriðum af níu þá sungu og spiluðu undir nemendur úr tónlistaráfanga skólans. Öll atriðin voru frábær en úrslitin urðu þau að Askur Ari Davíðsson lenti í þriðja sæti með lagið No surprises með Radiohead. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir var í öðru sæti með lagið The Climb með Miley Cyrus. Í fyrsta sæti varð svo hann Þorbjörn Helgason með lagið Touch me með The Doors, en Þorbjörn var einmitt í öðru sæti í keppninni í fyrra. Þorbjörn mun því taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram 1. apríl í Kaplakrika.

Nemendur í kvikmyndaáfanga skólans tóku upp keppnina og tóku viðtöl við keppendur. Keppnina má sjá hér.

Einstök atriði má svo sjá  hér.

Fleiri myndir frá keppninni má sjá á Facebook síðu skólans.