- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Fjölbrautaskólinn við Ármúla fékk sinn tíunda Grænfána í gær, fimmtudaginn 3. apríl. FÁ var fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann árið 2006 og hefur verið öflugt umhverfisstarf í skólanum síðan. Í umhverfisráði nemenda sitja níu nemendur skólans og í sjálfbærninefnd sitja 8 starfsmenn, tveir stjórnendur og tveir nemendur.
Síðastliðin tvö ár hefur áherslan verið lögð á hringrásarhagkerfið og hefur fríbúð reglulega verið sett upp í skólanum. Með auknu hringrásarhagkerfi fá vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Markmiðið er að lágmarka úrgang og mengun með því að koma vörum og hráefnum í hringrás. Næstu tvö árin hefur umhverfisráð nemenda ákveðið að leggja megináherslu á náttúruvernd og verður spennandi að fylgjast með þeim á þeirri vegferð.
Í tilefni dagsins var umhverfisdagur haldinn hátíðlega í skólanum og var fjölbreytt dagskrá í boði. Boðið var uppá hjólaviðgerðir fyrir nemendur og starfsfólk, hraðtískufræðslu og fríbúð. Nemendur og kennarar sameinuðust í plokki á skólalóðinni og nemendaráð skólans bauð uppá svalandi djús.
Nemendur fræddust um það hvað þau geta gert í sínu daglega lífi í þágu umhverfismála og fengu skilaboð frá afmælisbarni vikunnar, vísindakonunni Jane Goodall sem sjá má hér.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.