Umhverfisveggurinn

Nemendur í umhverfisnefnd FÁ fengu þá hugmynd í haust að gera umhverfisvegginn í skólanum aðeins líflegri og skemmtilegri. Umhverfisveggurinn er veggur þar sem umhverfisnefndin getur komið fram ýmsum upplýsingum til nemenda. Nefndin fékk nemendur í nýsköpunar- og listabrautinni til að taka verkið að sér undir stjórn Jeannette Castioni kennara á listabrautinni. Byrjað var á listaverkinu í umhverfisvikunni sem var haldin um miðjan nóvember. Náði hópurinn að klára núna í vikunni og er útkoman stórglæsileg, líflegur og litríkur veggur með mikilvægum skilaboðum um umhverfismál. Fátt er skemmtilegra en lifandi og skapandi skólastarf þar sem allir dafna og blómstra.