Upp, upp mín sál og allt mitt geð

Guð er víðar en í Görðum var einu sinni sagt. Nemendur í áfanganum ÍSAN2BS05 eru að lesa um Hallgrím Pétursson og njóta verka hans. Af því tilefni fór hópurinn í Hallgrímskirkju en þar má m.a. sjá eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar af Passíusálmunum fellt inn sem skreytingu í predikunarstólinn. Ekki varð af því að klukkurnar þrjár; Hallgrímur, Guðríður og Steinunn, slægju sín þrjú slög við undirspil 29 smáklukkna. Um er að kenna biluðum og úreltum tölvubúnaði sem ekki stenst Hringjarinnn í Notre Dam snúning. Í lok ferðar stilltu nemendur sér upp fyrir myndatöku með altari kirkjunnar í bakgrunni.