Utansiglingar FÁ

FÁ er að verða svo frægur fyrir utanferðir nemenda að sumir halda að FÁ þýði Ferðaskrifstofa Ármúla en ekki Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Nú í þessari viku er fjöldi nemenda á faraldsfæti, níu eru á leið til Stafangurs í Noregi að kynna sér jarðfræði og jarðsögu Noregs og sex nemendur eru á leið til Frakklands á vegum Erasmus-verkefnisins TAWS (Think - Act- Work - Sustainable) - Það verður því eilítið dauflegra yfir skólanum alla næstu viku á meðan nemendur gleypa í síg vísdóminn erlendis en við sem heima sitjum árnum utanförunum alls hins besta og megi þeir allir koma heilu og höldnu heim